Tyrfing á þaki í Grímsnesi

Eitt af þeim verkefnum sem við önnumst með kranabílum eru tyrfingar á þökum og í erfiðum halla. Með því að nýta kranabílinn við hýfa rúllurnar upp á þak og leggja þær jafnóðum þá gengur verkið hratt og vel. Niðurstaðan er fallegt þak á glæsilegu húsi sem fellur skemmtilega inn í náttúruna.

Endurnýjun á athafnasvæði RST

RST athafnasvæði olíuskilja

Nýlega hófumst við handa við endurnýjun athafnasvæðis RST í Hafnarfirði. Verkefni felur í sér töluverðar breytingar á bílaplönum og helstu jarðlögnum. Hönnun var í höndum Eflu verkfræðistofu og hefur verkið gengið vel en áætluð verklok eru um miðjan ágúst. 

Grunntaka og fylling fyrir einbýlishús

Verktækni annast alla jarðvinnu frá upphafi til enda við húsbyggingar, frá fyrstu skóflustúngu að lokafrágangi fyrir steypu á plötu. Hér má sjá undirbúning fyrir plötusteypu í Vallahverfi í Hafnarfirði.

Lagning vatnsveitu í sumarhúsabyggð

Lagning vatnslagna er eitt af þeim fjölmörgu verkefnum sem Verktækni annast. Nýlega önnuðumst við lagningu vatnsveitu við Helgadalsveg í Mosfellsdal til að mæta frekari uppbyggingu á svæðinu.